Skipulagsbreytingar hjá Bláa lóninu

Þórey G. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs, Már Másson, framkvæmdastjóri …
Þórey G. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs, Már Másson, framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs.

Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Bláa lóninu þannig að meginstarfsemi félagsins fer nú fram innan þriggja kjarnasviða. Hafa verið ráðnir þrír framkvæmdastjórar yfir þau svið sem setjast einnig í framkvæmdastjórn Bláa lónsins, ásamt Grími Sæmundsen forstjóra og Garðari Gíslasyni lögmanni.

Þau þrjú sem hafa verið ráðin störfuðu öll áður hjá Bláa lóninu. Þau eru Þórey G. Guðmundsdóttir sem tekur við sem framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs, Helga Árnadóttir sem tekur við sem framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs og Már Másson sem verður framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs.

Þórey hefur verið fjármálastjóri Bláa lónsins síðan 2013. Áður starfaði Þórey hjá Samskipum þar sem hún bar ábyrgð á fjárhagsáætlunum og uppgjöri félagsins og dótturfélaga á Íslandi. Hún var forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi fjárfestingabanka 2004-2013. Þá starfaði hún sem sérfræðingur á fjármálasviði Íslandsbanka (áður FBA) frá 2000 til 2004 og hjá KPMG á tímabilinu 1995 til 1999. Þórey er viðskiptafræðingur, cand.oecon frá Háskóla Íslands.

Helga hóf störf hjá Bláa lóninu í júní síðastliðnum en áður var hún framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar frá 2013 til 2018. Hún var fjármálastjóri og síðar framkvæmdastjóri VR á árunum 2008-2013. Áður gegndi hún ýmsum stjórnunarstöðum hjá Icelandair og var m.a. forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair, sölustjóri Icelandair á Íslandi og deildarstjóri áætlunar- og eftirlitsdeildar Icelandair. Helga er viðskiptafræðingur, cand. oecon frá Háskóla Íslands og með MSc.-gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík. Þróunar-, sölu- og markaðssvið ber ábyrgð á öllum sölu- og markaðsmálum félagins og leiðir stafræna vöruþróun Bláa lónsins.

Már hefur starfað hjá Bláa lóninu frá því 2016 sem forstöðumaður markaðs- og mannauðssviðs félagsins. Áður starfaði Már hjá Íslandsbanka frá árinu 2008. Þar veitti hann samskiptasviði bankans forstöðu auk skrifstofu bankastjóra. Þá var hann forstöðumaður dreifileiða og nýsköpunar hjá bankanum 2013-2016. Már er með B.Sc.-gráðu í alþjóðaviðskiptum frá CBS í Kaupmannahöfn og MSc.-gráðu í stjórnun frá USI í Lugano í Sviss.

Undir viðskipta- og rekstrarsvið heyra viðskipta- og rekstrareiningar Bláa lónsins hf. í Svartsengi, en félagið rekur þar tvo baðstaði, fjóra veitingastaði og verslun og einnig verslanir í Leifsstöð og í Reykjavík. Þá heyrir fasteignasvið og mannauðs- og gæðasvið einnig undir viðskipta- og rekstrarsvið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK