Íslenskt kjöt í allar Wellington-steikur

Vinsældir Wellington-jólasteikurinnar eru miklar.
Vinsældir Wellington-jólasteikurinnar eru miklar.

Vinsældir Wellington-jólasteikurinnar halda áfram að aukast meðal landsmanna um þessa jólahátíð ef eitthvað er að marka söluna í Kjötbúðinni á Grensásvegi og í Kjöthöllinni á Háaleitisbraut nú í desember.

Geir Rúnar Birgisson, eigandi Kjötbúðarinnar, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að útlit sé fyrir enn meiri sölu en í fyrra, en þá seldist um eitt tonn af steikinni í búðinni. „Salan núna er um 30-40% meiri en í fyrra,“ segir Geir. Spurður að því hvort nóg sé til af nautakjöti í landinu til að anna eftirspurninni, segist Geir hafa safnað kjöti frá því í sumar. „Ég byrjaði að taka kjöt til hliðar í sumar og frysta. Við stefnum að því að nota íslenskt kjöt í allar Wellington-steikurnar þessi jólin. Í fyrra þurftum við að loka fyrir pantanir, þar sem við höfðum ekki nægan mannskap, en við erum betur undirbúin núna.“

Trufflusveppamarinering

Geir segir að innpökkun kjötsins í deig, með tilheyrandi sveppa, parmaskinku og sinnepsfyllingu, sé hafin. Að sögn Geirs er mjög vinsælt fyrir þessi jól að fá steikurnar með trufflusveppamarineringu, í stað salts og pipars. Hann segir að sex manns hafi eingöngu verið í því að búa til Wellington-steikur síðustu dagana fyrir jól.

Sjá fréttina í heild sinni ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK