Jafnvægi ríkti á auglýsingamarkaði

Auglýsingarnar í tengslum við HM í Rússlandi vöktu athygli.
Auglýsingarnar í tengslum við HM í Rússlandi vöktu athygli. AFP

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa og framkvæmdastjóri á auglýsingastofunni Hvíta húsinu, segir að jafnvægi hafi verið meðal þess sem einkenndi árið 2018 á íslenskum auglýsingamarkaði. Blikur séu þó á lofti þar sem launakostnaður vegi þungt í rekstri auglýsingastofa. „Rekstur eins og okkar er afar háður hlutfalli launakostnaðar. Við erum í sífelldri leit að jafnvægi, að reyna að halda uppi heilbrigðum rekstri sem stenst utanaðkomandi sveiflur,“ segir Elín Helga.

Annað sem Elín segir að hafi einkennt árið í ár sé aukin skilvirkni. Bæði í starfinu á auglýsingastofunum sjálfum, og frá viðskiptavinum. „Það helst í hendur í bransa eins og okkar. Það þurfa allir að fá meira fyrir peninginn.“

Engin ný bóla

Jafnvægið sem Elín nefnir í byrjun, einkennist meðal annars af því að þekking á nýjum auglýsingamiðlum er meiri innan stofanna. Engin ný „bóla“ hafi komið fram á árinu, eins og áhrifamiðlamarkaðssetningin var í fyrra. „Áhrifavaldar eru notaðir áfram en það er ekki þetta kapphlaup í gangi eins og þegar fólki fannst eins og það væri að missa af einhverju. Nú er meira verið að horfa lengra fram í tímann.“

Elín segir að nú sé aftur verið að horfa til hefbundinna miðla, eins og sjónvarps, útvarps og dagblaða og samspils þeirra við samfélagsmiðla og aðra netmiðla. „Flestir eru að horfa meira heildrænt á auglýsingabirtingar, og sjá mikilvægi þess að skoða áhrif hvers miðils fyrir sig, og hvernig þeir geta best spilað saman í árangri. Það er minna um að fókusinn sé eingöngu á aðgerðadrifna markaðssetningu (markaðssetning sem krefst þess að neytandinn bregðist strax við) því flestir vita að markviss ímyndaruppbygging vörumerkis skiptir ekki síður máli.“

Okkar Ofurskál

Annað sem setti mikinn lit á árið sem er að líða var heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi í sumar, þar sem Ísland var í fyrsta skipti á meðal þátttakenda. „Það var okkar Ofurskál (Super Bowl),“ segir Elín Helga og vísar þar til þess að í Ofurskálinni svokölluðu, sem haldin er í Bandaríkjunum ár hvert, úrslitaleiknum í amerískum fótbolta, eru gjarnan frumsýndar stórar og flottar sjónvarpsauglýsingar sem mikill metnaður hefur verið lagður í. „Spenna ríkti á markaðnum yfir því hverjir myndu frumsýna auglýsingar á undan fyrsta leik Íslands á HM.“

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK