Icelandair Group hækkar um 7,5%

Bréf Icelandair Group tóku flugið í Kauphöll í dag.
Bréf Icelandair Group tóku flugið í Kauphöll í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bréf Icelandair Group hækkuðu um 7,5% í Kauphöll í dag. Nam velta með bréf félagsins 347 milljónum króna. Þegar Kauphöllin opnaði fyrir viðskipti í morgun stóðu bréf félagsins í genginu 7,6. Í lok dags stóðu þau í genginu 8,15. Eftir hækkun dagsins er markaðsvirði félagsins tæpir 40,8 milljarðar króna. 

HB Grandi hækkar um 2,3%

Ekkert félag hækkaði með viðlíka hætti í Kauphöll í dag eins og Icelandair. Næstmest varð hækkunin á bréfum HB Granda sem hækkaði um ríflega 2,3%. Í gær kynnti félagið ársreikning síðasta árs. Þar kom fram að hagnaður ársins nam ríflega 32 milljónum evra, jafnvirði tæplega 4,4 milljarða króna. Jókst hagnaðurinn talsvert frá árinu 2017 þegar hann reyndist 24,8 milljónir evra, jafnvirði 3,4 milljarða króna.

Sýn lækkar um tæp 7%

Bréf fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar lækkuðu um tæp 7% í viðskiptum dagsins sem hljóðuðu upp á 49,3 milljónir króna. Í gær var tilkynnt um að Stefán Sigurðsson, forstjóri félagsins, hygðist láta af störfum. Það gerðist í kjölfar þess að fyrirtækið tilkynnti um að hagnaður þess í fyrra hefði dregist saman um 53% frá fyrra ári og nam hann 473 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK