Sjálfkjörið í stjórn Marels

Aðalfundur Marel hf. fer fram 6. mars næstkomandi.
Aðalfundur Marel hf. fer fram 6. mars næstkomandi. mbl.is/Hjörtur

Sjö einstaklingar gefa kost á sér til stjórnarsetu í Marel og verða þeir sjálfkjörnir á aðalfundi félagsins 6. mars næstkomandi. Helgi Magnússon gefur ekki kost á sér til endurkjörs, en Ton van der Laan kemur nýr inn í hans stað.

Van der Laan er hollenskur og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá stórfyrirtækinu Unilever, samkvæmt tilkynningu Marels til kauphallar.

Þau Anna Elizabeth Savage, Arnar Þór Másson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Ástvaldur Jóhannson, Margrét Jónsdóttir og dr. Ólafur Guðmundsson sitja áfram í stjórn félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK