Bindingarhlutfall úr 20% í 0%

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Breytingar á lögum um gjaldeyrismál og lögum um meðferð krónueigna sem eru háðar sérstökum takmörkunum, sem Alþingi samþykkti nýverið, tóku gildi í dag.

Vegna breytinganna áformar Seðlabankinn að setja nýjar reglur um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris og reglur um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Þar á meðal eru reglur sem fela í sér að lækkun bindingarhlutfalls frá eldri reglum fer úr 20% í 0% en gert er ráð fyrir að þessi breyting taki gildi 6. mars.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Lækkun bindingarhlutfallsins markar kaflaskil í beitingu hinnar sérstöku bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður sem var sett á í júní 2016, að því er segir í tilkynningunni.

Með framangreindum breytingum á lögum um gjaldeyrismál og lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum er sérstakur aflandskrónumarkaður ekki lengur til staðar og þau fjármagnshöft sem innleidd voru í nóvember 2008 hafa nú nánast að öllu leyti verið losuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK