264 milljóna gjaldþrot bakarís

Bakaríð hefur að líkindum ekki selt nógu mörg brauð.
Bakaríð hefur að líkindum ekki selt nógu mörg brauð. Ásdís Ásgeirsdóttir

Skiptum á búi Okkar bakarí ehf. lauk 9. maí sl. Auglýsing þess efnis var birt í Lögbirtingablaðinu í dag, en þar segir að buið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í september 2017. Okkar bakarí rak á sínum tíma þrjú bakarí, tvö í Garðabæ og eitt í Hafnarfirði. 

Forgangskröfur námu rúmum 29 milljónum, en almennar kröfur um 233 milljónum. Eftirstæðar kröfur námu tæpum 700.000 krónum.

Upp í forgangskröfur greiddust 8,14%, sem gera u.þ.b. 2,5 milljónir, og standa því eftir kröfur upp á tæplega 264 milljónir króna, en ekkert greiddist upp í almennar og eftirstæðar kröfur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK