Mest hækkun á Akranesi

Akranes nýtur mikilla vinsælda.
Akranes nýtur mikilla vinsælda. mbl.is/Árni Sæberg

Heild­armat fast­eigna hækk­ar mest á Akranesi af sveit­ar­fé­lög­um á Íslandi, eða um 19,1 pró­sent á yf­ir­stand­andi ári. Hækk­un fast­eigna­mats­ins er að meðaltali 6,1 pró­sent og 5 pró­sent á höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta kom fram á kynn­ing­ar­fundi Þjóðskrár á fast­eigna­mati árs­ins 2020 á Grand hót­eli í morg­un.

Starfsmenn Þjóðskrár fóru á fund­in­um yfir fast­eigna­matið, en það nær til 201.055 fast­eigna; íbúðar­hús­næðis, skrif­stofu- og versl­un­ar­hús­næðis og sum­ar­húsa og end­ur­spegl­ar markaðsverð í fe­brú­ar 2019. Þrjár aðferðir eru notaðar við matið; markaðs-, tekju- og kostnaðaraðferðir.

Ekki er um að ræða miklar hækkanir á höfuðborgarsvæðinu en þrátt fyrir það er það enn dýrasta svæðið á landinu. Matssvæðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið fjölgað nokkuð til að matið endurspegli nákvæmar þær verðbreytingar sem orðið hafa á svæðinu með þéttingu byggðar síðustu misseri.

Hækk­un fast­eigna­mats á Vesturlandi er 10,2 pró­sent og á Akranesi er hún 19,1 pró­sent. Af hverju svona mikil hækkun á Akranesi?

Í mat­inu hækk­ar íbúðar­hús­næði á höfuðborg­ar­svæðinu um 5 pró­sent en um 9,1 pró­sent á lands­byggðinni. Fasteignamat íbúða hækkar mest á Akranesi en þar hækkar íbúðarmatið um 21,6%, um 17,7% í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs (Suðurnesjabæ) og um 16,6% í Vestmannaeyjum.

Meðal­hækk­un sum­ar­húsa er 0,7 pró­sent. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á aðferðafræði við útreikning á fasteignamati sumarhúsa og má þar helst nefna fjölgun matssvæða yfir allt landið auk þess sem útreikningi lóðaverðs hefur verið breytt þannig að sumarhúsalóðir undir meðalstærð lækka en lóðir yfir meðalstærð hækka. Lóðaverð sumarhúsa lækkar því að jafnaði um 23 prósent á milli ára á meðan húsmatið sjálft hækkar um 7,5 prósent. 

Fram kom á kynningunni að með fjölgun matssvæða sé hægt að aðgreina betur fasteignamat ólíkra svæða og lækka strjálbýl svæði sem hafa takmarkaðar samgöngu og eru langt frá annarri byggð. Þar voru nefnd svæði eins og hálendið, Norður-Múlasýsla og Mjóifjörður þar sem fasteignamat lækkar um meira en 30 prósent. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK