Ekkert fékkst upp í 208 milljóna gjaldþrot

Jamie's Italian er starfsræktur á neðstu hæð Hótels Borgar.
Jamie's Italian er starfsræktur á neðstu hæð Hótels Borgar. mbl.is/Baldur Arnarson

Skiptum er lokið á þrotabúi félagsins Borgarhorn ehf. Félagið, sem átti og rak veitingastaðinn Jamie's Italian, var tekið til gjaldþrotaskipta í september í fyrra. Ekkert fékkst upp í 208 milljóna króna kröfur í búið.

Tvö ár eru síðan Jamie's Italian, sem er sérleyfishafi vörumerkis sjónvarpskokksins Jamie Oliver, var opnað í húsi Hótel Borg við Austurvöll.

Eftir gjaldþrotið í september tóku nýir eigendur við rekstri staðarins, þeir sömu og standa að skemmtistöðunum Pablo Discobar og Miami.

Skiptastjórar þrotabúsins, Borgarhorns ehf., hafa undanfarið staðið í deilum við Keahótel ehf. um afnot af búnaði veitingastaðarins, sem Keahótel lánuðu til veitingaaðstöðunnar en kveðið var á um að hótelið fengi aftur í sinn hlut við gjaldþrot. Úrskurðaði Landsréttur Keahótelum í vil í síðasta mánuði, líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK