Galopnar möguleika íslenskra fyrirtækja

Greiðslumiðlunarlausnir fjártæknifyrirtækja hafa notið vinsælda.
Greiðslumiðlunarlausnir fjártæknifyrirtækja hafa notið vinsælda. AFP

Á ráðstefnu norrænna fjártækniklasa í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði var gengið frá samstarfssamningum milli klasanna. Samstarfið ber heitið „Nordic Fintech Alliance“ og er eins konar bandalag fjártækniklasa á Norðurlöndum. Með þessu hafa íslensk fyrirtæki nú greiðari aðgang að norrænum fyrirtækjum og öfugt.

„Þetta galopnar Norðurlöndin fyrir fyrirtæki á því svæði og eykur möguleikann á því að þau geti stækkað starfsemi sína,“ segir Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans, og bætir við að nokkur erlend fyrirtæki séu nú að skoða að koma inn á markað hér á landi.

„Þrjú til fjögur fyrirtæki eru nú að kanna möguleikann á því að víkka út starfsemina og koma hingað til lands. Ég hef verið að hjálpa þeim við það enda ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi,“ segir Gunnlaugur sem kveðst bjartsýnn á að framangreint samstarf muni auðvelda íslenskum fjártæknifyrirtækjum að vaxa enn frekar á næstu árum.

Lesa má nánar um fjártækni á viðskiptasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK