Heimkaup sektuð um 400.000 krónur

Heimkaup hafa áður gerst brotleg við sömu ákvæði.
Heimkaup hafa áður gerst brotleg við sömu ákvæði.

Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Heimkaup um 400.000 krónur vegna auglýsinga á svokölluðum „tax free“ afslætti í tilefni 17. júní en þar láðist fyrirtækinu að gefa upp afsláttarhlutfallið, 19,35%.

Fyrirtækið bar fyrir sig að um mistök hefði verið að ræða og því sé kunnugt um að geta beri þess í auglýsingum hvert afsláttarhlutfallið er. Neytendastofa hefur áður þurft að gera athugasemdir við að afslátturinn sé ekki tiltekinn í auglýsingum fyrirtækisins og greiddi þá 200.000 krónur í sekt.

Í ljósi þess telur Neytendastofa nauðsynlegt að sekta félagið að nýju og er sektin tvöföld á við síðast, 400.000 krónur.

Meintur skattaafsláttur (e. tax free) felst í því að fyrirtækið lækkar verð um sem nemur virðisaukaskatti, og er útsöluverðið því það sama og ef varan væri seld í fríhöfn. Á flestum varningi, þó ekki matvælum, er 24% virðisaukaskattur lagður ofan á vöruverð, og samsvarar afslátturinn því að vara sé seld á 100 krónur sem annars kostaði 124 krónur. Jafngildir hann því 19,35% á flestum vörum. Ríkissjóður fær þó vitanlega sinn skerf eftir sem áður, og er afslátturinn alfarið á kostnað seljanda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK