Jeff Bezos seldi fyrir 340 milljarða króna

Stofnandi og forstjóri Amazon, Jeff Bezos.
Stofnandi og forstjóri Amazon, Jeff Bezos. AFP

Jeff Bezos, forstjóri Amazon, seldi undir lok síðustu viku hluti í fyrirtækinu fyrir rétt tæplega einn milljarð Bandaríkjadala. Ef tekin er saman heildarsala forstjórans í síðustu viku er hún talin nema um 2,8 milljörðum Bandaríkjadala, eða um 342 milljörðum íslenskra króna. 

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Amazon varist allra frétta af málinu. Að því er fram kemur í fréttamiðlum vestanhafs má þó rekja söluna til fjármögnunar annars fyrirtækis í eigu Jeffs, Blue Origin. Fyrirtækið vinnur að smíði geimflaugar og hefur forstjórinn áður sagt að hann hyggist setja að lágmarki um einn milljarð Bandaríkjadala í reksturinn árlega. 

Á sama tíma og framangreind sala hefur verið að eiga sér stað hafa bréf í Amazon lækkað töluvert. Fyrirtækið hefur nú lækkað í verði átta daga í röð og er það í fyrsta skipti sem það hefur gerst í um þrettán ár. Markaðsverðmæti Amazon hefur af þeim sökum lækkað um ríflega 120 milljarða Bandaríkjadala og stendur nú í um 873 milljörðum Bandaríkjadala.

Vegna lækkunarinnar hefur auður Jeff Bezos skroppið talsvert saman, eða um nær 15 milljarða Bandaríkjadala. Það virðist þó litlu skipti enda er forstjórinn þrautreyndi enn ríkasti maður heims og nemur heildarverðmæti auðs hans um 110 milljörðum Bandaríkjadala. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK