Aukinn áhugi á lúxussiglingum

Steinþór Arnarson siglir ásamt samstarfsfólki óteljandi ferðir um lónið á …
Steinþór Arnarson siglir ásamt samstarfsfólki óteljandi ferðir um lónið á sumri hverju. Í ár verða gestirnir um 18 þúsund talsins. Rax / Ragnar Axelsson

Árið 2013 lét Steinþór Arnarson lögfræðingur gamlan draum rætast og stofnaði í félagi við nokkra aðra ferðaþjónustufyrirtæki í Öræfum. Það sumar sigldu um 700 gestir um lónið. Í ár má gera ráð fyrir að um 18 þúsund ferðamenn, einkum erlendis frá, muni taka sér far með bátum fyrirtækisins og kynnast hinu stórbrotna Fjallsárlóni.

Ráðist var í uppbyggingu mannvirkja við Fjallsárlón árið 2016 og …
Ráðist var í uppbyggingu mannvirkja við Fjallsárlón árið 2016 og þær teknar í notkun árið 2017. Rax / Ragnar Axelsson

Á siglingunni kemst fólk í tæri við stórbrotið hamrabeltið sem myndast við jökulsporð Fjallsjökuls, eins margra skriðjökla Vatnajökuls.

Í tengslum við siglingarnar hafa Steinþór og samstarfsmenn hans byggt upp veitingahúsið Frost og þá tók fyrirtækið í fyrra að bjóða upp á sérstakar lúxussiglingar sem njóta sífellt meiri vinsælda. Þá gefst ferðamönnum kostur á að ganga á land, rétt við jökulinn og kynnast honum í miklu návígi.

Leiðsögumenn fara með gesti út á lónið á zodiac-bátum og …
Leiðsögumenn fara með gesti út á lónið á zodiac-bátum og tekur hver bátur allt að 10 manns auk fararstjóra. Rax / Ragnar Axelsson

Steinþór segir að uppbyggingunni sé í sjálfu sér ekki lokið en hann þvertekur fyrir að fyrirtækið hafi hóteluppbyggingu á prjónunum.

„Það hefur aldrei verið hugmyndin að byggja upp hótelstarfsemi hér. Deiliskipulagið býður heldur ekki upp á það. Í sjálfu sér er ágætt að náttstaður sé á tilgreindum stað og svo náttúruperlurnar meira út úr. Það fylgja því fleiri kostir en færri,“ segir Steinþór .Hann segist ekki finna mikið fyrir fækkun ferðamanna á landinu. Það sé enda staðreynd að stór hluti þeirra sem hingað koma fari ekki í siglingu á borð við þá sem fyrirtæki hans býður upp á. Markmiðið sé því að auka hlutfall þeirra sem það gera.

Lesa má ítarlegt viðtal við Steinþór í ViðskiptaMogga dagsins. 

Jafnt og þétt saxast á ísinn sem fellur út í …
Jafnt og þétt saxast á ísinn sem fellur út í Fjallsárlón og litasamspilið getur orðið mikið. Rax / Ragnar Axelsson
Hrun úr ísveggnum á jökulsporði Fjallsjökuls er tilkomumikið og undirstrikar …
Hrun úr ísveggnum á jökulsporði Fjallsjökuls er tilkomumikið og undirstrikar síbreytileika ísbreiðunnar. Rax / Ragnar Axelsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK