Hagnaður TM umtalsvert meiri en áætlað

Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar var um 1.442 milljónir á tímabilinu apríl til …
Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar var um 1.442 milljónir á tímabilinu apríl til júní 2019. Ljósmynd/Aðsend

Tryggingamiðstöðin hefur sent úr afkomuviðvörun vegna bráðabirgðauppgjörs annars ársfjórðungs 2019. Í ljós hefur komið að hagnaður félagsins reyndist umtalsvert betri en gert var ráð fyrir í rekstrarspá félagsins. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var um 1.442 milljónir króna fyrir skatta, 70 prósentum hærri en samkvæmt áætlun.

Í tilkynningunni segir að uppfærð rekstrarspá fyrir næstu fjóra ársfjórðunga, þ.e. næsta árið, verði birt samhliða birtingu uppgjörs 2. ársfjórðungs 22. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK