Dregið úr þörf eftir íbúðarhúsnæði

mbl.is/Hjörtur

Dregið hefur verulega úr þörf eftir íbúðarhúsnæði frá því sem var. Engu að síður er enn uppsöfnuð þörf eftir íbúðum og óvíst hvort þær íbúðir sem eru í byggingu henti þeim sem helst vantar húsnæði.

Þetta kom meðal annars fram í máli Sigrúnar Ástu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs á Húsnæðisþingi í vikunni. Benti hún á að meðalstærð íbúða hefði að jafnaði farið minnkandi undanfarin ár í kjölfar þess að ákveðnum hápunkti hefði verið náð í kringum bankahrunið.

Sigrún Ásta sagði að það vantaði 3.900 hagkvæmar íbúðir í stærð og verði inn á markaðinn á næstu árum umfram það sem þegar væri verið að byggja. Greining Íbúðalánasjóðs á síðasta ári hefði sýnt að óuppfyllt íbúðaþörf hafi numið á bilinu 5 — 8.000 íbúðum. Endurskoðuð greining sjóðsins sýndi að uppsöfnuð þörf eftir íbúðarhúsnæði væri nú um 3.900 — 6.600 íbúðum á landsvísu.

Þetta þýddi þó ekki að þúsundir fjölskyldna væru á götunni eða í algjöru íbúðahraki á meðan. Ungt fólk byggi hins vegar til dæmis lengur í foreldrahúsum en áður og nokkuð væri um um að fólk byggi í óskráðu húsnæði. Horft fram til ársins 2023 mætti ætla að þá yrði þörf eftir húsnæði um 2.200 íbúðir á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK