Arion banki viðurkennir brot í tengslum við kísilverksmiðju

Arion banka láðist að skjalfesta með formlegum og skipulögðum hætti …
Arion banka láðist að skjalfesta með formlegum og skipulögðum hætti hagsmunatengsl sín vegna skuldabréfaútboðsins og hlutafjáraukningarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjármálaeftirlitið og Arion banki hafa gert með sér samkomulag um að ljúka eftirlitsmáli með sátt sem felur í sér að Arion banki viðurkenni að hafa láðst að skrá með skipulegum og formlegum hætti innan bankans greiningu hagsmunaárekstra í tengslum við kaup lífeyrissjóða á skuldabréfum í Kísil III slhf. á árinu 2015 og þátttöku þeirra í hlutafjárhækkun Sameinað sílikons hf. á árunum 2016 og 2017.

Fram kemur í tilkynningu frá FME að heimild sé til að ljúka málum sem þessu með sátt, enda sé ekki um meiri háttar brot að ræða. Þá fellst bankinn einnig á að greiða sekt upp á 21 milljón vegna málsins.

Ákvörðun FME má lesa í heild sinni hér.

Þrír sjóðir í rekstri hjá Arion banka

Arion banki sá um ráðgjöf fyrir Sameinað silicon við öflun fjármagns til byggingar verksmiðjunnar. Í ráðgjöfinni fólst meðal annars aðstoð við skráningu og sölu á fyrrnefndu skuldabréfi. Fyrirtækjaráðgjöf Arion kynnti fjárfestingakostinn fyrir fjárfestum, en meðal þeirra voru þrír lífeyrissjóðir sem höfðu útvistað rekstri sínum til Arion banka. Sjóðirnir eru; Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Eftirlaunasjóður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Á þessum tíma hafði lánasvið Arion banka skuldbundið bankann til að veita lán til verkefnisins. 

„Í þessum aðstæðum fólust hagsmunaárekstrar annars vegar milli tveggja viðskiptavina málsaðila og hins vegar milli málsaðila og lífeyrissjóðanna þriggja. Málsaðila bar að skjalfesta með formlegum og skipulögðum hætti að þessir hagsmunaárekstrar væru fyrir hendi og þær ráðstafanir sem málsaðili greip til vegna þess, sbr. 2. mgr. 8. gr. vvl., en slík skráning átti sér ekki stað,“ segir í tilkynningu FME.

Verksmiðja United Silicon í Helguvík.
Verksmiðja United Silicon í Helguvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þegar kom að hlutafjárhækkuninni námu lánveitingar Arion til United silicon verkefnisins 6,3 milljörðum króna og átti bankinn einnig 6% í félaginu og ótryggð skuldabréf upp á 877 milljónir. Tók bankinn þátt í hlutafjárhækkununum og fór eignarhlutur bankans í 16,3% og síðar í 66,58% með yfirtöku á rekstrinum. Fleiri fjárfestar tóku þátt í hlutafjárhækkununum, meðal annars fyrrnefndir lífeyrissjóðir.

Sjóðirnir „í sérlega viðkvæmri stöðu

Fram kemur í tilkynningunni að í þessum aðstæðum hafi einnig falist hagsmunaárekstrar á milli bankans og lífeyrissjóðanna þriggja þar sem Arion banka hafi borið að skjalfesta með formlegum og skipulögðum hætti þessa hagsmunaárekstra.

Segir jafnframt að lífeyrissjóðirnir þrír hafi verið „í sérlega viðkvæmri stöðu gagnvart málsaðila þar sem þeir eru í eignastýringu hjá málsaðila og hafa auk þess útvistað rekstri sínum til hans. Þá var um að ræða verulegar skuldbindingar í verkefninu af hálfu málsaðila og fjárfestingar fyrir háar fjárhæðir,“ en þeir fjárfestu fyrir samtals 1,37 milljarða í verkefninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK