Verri efnahagshorfur

Ferðafólk á göngu í Öræfum.
Ferðafólk á göngu í Öræfum. mbl.is/RAX

Efnahagshorfur Íslands hafa versnað eftir nokkurra ára góðæri, að því er fram kemur í árlegri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf sem var birt í dag.

Sjóðurinn gerir reglubundnar úttektir á efnahagslífi aðildarlanda sinna á grundvelli fjórðu greinar stofnsáttmála.

Fram kemur að atvinnuleysi hafi aukist og dregið hafi úr neyslu í kjölfar fækkunar ferðamanna. Aðhald í ríkisfjármálum og gjaldeyrismálum hafi þó heldur dregið úr högginu.

Sjóðurinn spáir því að ríkisfjármál verði í jafnvægi á næsta ári og að hagvöxtur verði hóflegur. Þó eru ýmsir óvissuþættir tilgreindir eins og áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, spenna í alþjóðaviðskiptum og enn frekari fækkun ferðamanna hér á landi. 

Auk þess telur sjóðurinn að pressa gæti myndast vegna þess að Ísland var sett á gráan lista vegna peningaþvættis. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK