Fjármálaeftirlitsnefnd kom saman í fyrsta sinn

Kátt á hjalla.
Kátt á hjalla. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsti fundur fjármálaeftirlitsnefndar var haldinn í dag í Seðlabanka Íslands. Nefndin tekur ákvarðanir sem Fjármálaeftirlitinu hefur verið falið í lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum, en sem kunnugt er sameinaðist Fjármálaeftirlitið Seðlabankanum um áramót. Á fundinum setti nefndin sér starfsreglur.

Í fjármálaeftirlitsnefnd sitja varaseðlabankastjórarnir tveir (varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits) auk þriggja sérfræðinga í málefnum fjármálamarkaðar sem ráðherra skipar til fimm ára, auk seðlabankastjóra sjálfs.

Nefndina skipa því:

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri

Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika (hefur störf 1. mars)

Ásta Þórarinsdóttir

Andri Fannar Bergþórsson

Guðrún Þorleifsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK