Breyttur afgreiðslutími í útibúum á landsbyggðinni

Tilgangurinn er að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar.
Tilgangurinn er að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. mbl.is/Hjörtur

Landsbankinn hefur ákveðið að gera tímabundnar breytingar á afgreiðslutíma í hluta af útibúum bankans á landsbyggðinni. Þá verður Vesturbæjarútibúi í Reykjavík lokað tímabundið en hraðbankar í útibúinu verða áfram aðgengilegir allan sólarhringinn.

Breytingarnar taka gildi að morgni 18. mars 2020. Afgreiðslutími er styttur í útibúum bankans á eftirfarandi stöðum og verða þau opin frá kl. 10-15 í stað 9-16.

  • Akranes
  • Snæfellsnes
  • Ísafjörður
  • Sauðárkrókur
  • Húsavík
  • Akureyri
  • Dalvík
  • Egilsstaðir
  • Reyðarfjörður
  • Höfn í Hornafirði
  • Selfoss
  • Hvolsvöllur
  • Vestmannaeyjar
  • Grindavík
  • Reykjanesbær

Afgreiðslutími í útibúum á höfuðborgarsvæðinu, fyrir utan Vesturbæjarútibú sem verður lokað tímabundið, er óbreyttur.

Þar sem afgreiðslutími er styttur mun starfsfólk vinna á tveimur vöktum og getur þjónusta því tekið lengri tíma en venjulega. Tilgangurinn með þessum breytingum er að draga úr líkum á að útbreiðsla COVID-19 hafi veruleg áhrif á þjónustu við viðskiptavini og tryggja samfellu í rekstri bankans. Með lokun Vesturbæjarútibús gefst meiri tími til að svara erindum sem berast með tölvupósti, í netspjalli og síma en slíkum erindum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

Vegna útbreiðslu COVID-19 eru viðskiptavinir vinsamlegast beðnir að nýta sér stafræna þjónustu bankans ef þess er kostur fremur en að koma í útibú. Í flestum tilvikum er engin þörf á að fara í útibú til að fá bankaþjónustu því hægt er að framkvæma helstu aðgerðir og fá ýmiss konar þjónustu með síma og tölvu að vopni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK