Bjóða upp á viðtöl yfir vefinn

Skjáskot/Alfreð

„Í ljósi aðstæðna í dag erum við að sjá miklar breytingar bæði í atvinnulífi og starfsumhverfi okkar. Með þessum breytingum breytist ráðningarferli hjá fyrirtækjum og eru mannauðsstjórar í auknum mæli að leita leiða til að einfalda sjálft ferlið fyrir starfsviðtölin.“

Þetta segir Sigríður Erlendsdóttir, markaðs- og sölustjóri hjá Alfreð, sem nú býður fyrirtækjum að fá umsækjendur um störf í stafræn viðtöl án aukakostnaðar til að draga úr smithættu og útbreiðslu kórónufaraldursins. Viðtölin kostuðu áður 11.900 krónur.

„Við vitum að ferilskráin segir ekki alltaf allt og því getur verið gott að nota vídeóviðtölin til að kynnast fólki örlítið áður en því er boðið í starfsviðtal. Með þessu er einnig hægt að gefa stærri hóp færi á að kynna sig, meta fleiri umsækjendur og vanda þannig valið fyrir starfsviðtölin,“ er haft eftir Sigríði í tilkynningu.

Bent er á að með fyrirkomulaginu sendi fyrirtæki spurningar á umsækjendur, sem taki svo upp svör sín innan þess tímaramma sem þeim er settur. Álitlegustu umsækjendunum sé svo hægt að bjóða í starfsviðtal.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK