Tómas kaupir meira í Reginn

Smáralindin er ein verðmætasta eign Regins.
Smáralindin er ein verðmætasta eign Regins. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Félag í eigu Tómasar Kristjánssonar, stjórnarformanns Regins, hefur keypt 5 milljónir hluta í félaginu. Kaupverðið nemur 89 milljónum króna. Félagið sem um ræðir nefnist Gani ehf. og er að fullu í eigu Tómasar.

Tómas á einnig 50% hlut í félaginu Siglu ehf. sem heldur á 100 milljónum hluta í félaginu. Hinn helming félagsins á Finnur Reyr Stefánsson.

Tómas Kristjánsson er stjórnarformaður Regins.
Tómas Kristjánsson er stjórnarformaður Regins.

Hlutafjáreign félaganna tveggja nemur því 105 milljónum hluta og markaðsvirði þess nemur nú tæpum 1,9 milljarði króna.

Félagið hefur lækkað um 1,9% í Kauphöll í viðskiptum nú í morgun. Það sem af er ári hefur félagið lækkað um 19,64%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK