Almenningi gefinn kostur á að taka þátt

mbl.is

Icelandair Group, sem vinnur nú að því að afla félaginu aukins fjármagns, stefnir á að efna til almenns hlutafjárútboðs á komandi vikum þar sem almenningi gefst kostur á að taka þátt. Þetta kemur fram í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins í dag.

Samkvæmt heimildum Markaðarins færi það fram samhliða áformuðu hlutafjárútboði til fagfjárfesta, en þar er einkum horft til lífeyris- og verðbréfasjóða, og yrði gengið á sambærilegum kjörum. 

Greinendur Landsbankans telja líklegt að Icelandair muni þurfa að sækja sér á bilinu 150 til 200 milljónir dala, jafnvirði um 22 til 29 milljarða króna, í nýtt fjármagn. Ef það gengur eftir geti flugfélagið verið í góðri stöðu fyrir næsta ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK