Hættir sem forstjóri 92 ára að aldri

Forstjóri Sanrio, Shintaro Tsuji, sést hér með Hello Kitty en …
Forstjóri Sanrio, Shintaro Tsuji, sést hér með Hello Kitty en þessi mynd var tekin árið 2009. AFP

Stofnandi fyrirtækisins á bak við Hello Kitty er að láta af starfi forstjóra eftir að hafa stýrt fyrirtækinu í sex áratugi. Barnabarn Shintaro Tsuji mun taka við starfi forstjóra en Shintaro er 92 ára að aldri. Nýr forstjóri, Tomokuni, er 32 ára að aldri.

Fyrirtækið á bak við Hello Kitty, Sanrio, setti vörumerki kisunnar á markað árið 1974 og nýr forstjóri deilir afmælisdeginum með kettinum, 1. nóvember, en er heldur yngri eða 14 árum. Tomokuni verður yngsti forstjóri félags sem er skráð í Topix-vísitöluna í Tókýó. 

Sonur Shintaro og faðir Tomokuni, Kunihiko, lést úr hjartaáfalli árið 2013.

Rekstur fyrirtækisins hefur verið erfiður undanfarin ár og dróst hagnaður félagsins saman um 95% á milli rekstrarára en uppgjör þess var birt í dag. Salan dróst saman um 6,5% og var 55,2 milljarðar jena. Kórónuveiran hefur mikil áhrif á rekstur félagsins síðustu mánuði og í lok síðasta rekstrarárs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK