Ása ráðin framkvæmdastjóri Stoðar

Ása Jóhannesdóttir.
Ása Jóhannesdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Ása Jóhannesdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá Stoð. Hún tekur við af Elíasi Gunnarssyni sem lætur af störfum eftir farsælt starf, að því er segir í tilkynningu. Elías hefur leitt félagið síðan 2005 og lætur nú af störfum sökum aldurs.

Ása hefur starfað sem deildarstjóri hjúkrunar- og lækningavörudeildar MEDOR síðastliðin 6 ár, var áður viðskiptastjóri hjá MEDOR og vörustjóri hjá svefnrannsóknarfyrirtækinu Flögu. Ása er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, meistaragráðu í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og B.Sc.-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands.

Ása er gift Sigurði G. Kristinssyni jarðfræðingi og eiga þau fjögur börn. Ása mun hefja störf hjá Stoð 15. júní.

Stoð er rótgróið framleiðslu- og þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði. Stoð framleiðir og selur stoðtæki, gervilimi, spelkur, bæklunarskó, innlegg og aðrar stuðningsvörur. Auk þess selur stoð hjálpartæki fyrir hreyfihamlaða, hjólastóla og göngugrindur ásamt því að reka verkstæði sem sér um viðgerðarþjónustu á hjálpartækjum. Fyrirtækið býður einnig upp á göngugreiningu, selur íþróttaskó, þrýstingssokka, gervibrjóst og ferðakæfisvefnsvélar. Markmið Stoðar er að bjóða upp á heildarlausnir fyrir einstaklinga með fötlun, áverka og sjúkdóma sem valda skertri færni í daglegu lífi. Hjá Stoð starfa um 35 manns í Hafnarfirði og á Bíldshöfða, að því er segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK