Hlé á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða framlengt

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákveðið hefur verið að framlengja hlé á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga um þrjá mánuði, eða til 17. september. Tilgangurinn er að bregðast við miklum samdrætti útflutningstekna vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og mögulegum þrýstingi á gengi krónunnar vegna hans.

Í samráði við Seðlabankann gerðu lífeyrissjóðir hlé á gjaldeyriskaupum 17. mars sl. „Ljóst er að þetta hlé hefur gegnt veigamiklu hlutverki í að viðhalda þjóðhagslegum stöðugleika í gegnum þær holskeflur sem hafa skollið á þjóðarskútunni síðustu 3 mánuði,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í tilkynningu á vef Seðlabankans.

Undanfarin ár hefur Ísland breyst úr því að vera fjármagnsinnflytjandi með þrálátan viðskiptahalla í fjármagnsútflytjanda með drjúgan viðskiptaafgang. Þessi viðsnúningur stafar að miklu leyti af þeim sparnaði sem verður jafnt og þétt til í lífeyriskerfinu og hefur skapað nýjar forsendur til þess að viðhalda þjóðhagslegum stöðugleika, segir Ásgeir einnig.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK