Frá Sjóböðunum í Minigarðinn

Sigurjón Steinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Hlöllabátum yfir verkefninu …
Sigurjón Steinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Hlöllabátum yfir verkefninu Minigarðinum. Ljósmynd/Aðsend

Sigurjón Steinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Hlöllabátum yfir verkefninu Minigarðinum, en undir merkjum þess verða opnaðir tveir níu holu minigolfvellir, veitingastaður, sportbar og kokteilbar í Reykjavík á næstunni.

Sigurjón hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Sjóbaðana á Húsavík (GeoSea), rekstrarstjóri hjá Kilroy Iceland og þar áður hjá Landsbankanum.

Sigurjón er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst.

Minigarðurinn verður 1.900 fermetra staður sem á að geta hýst allt að 500 manns. Stefnt er að því að opna staðinn í sumar. Eigendur Hlöllabáta eru þeir Sigmar Vilhjálmsson og Óli Valur Steindórsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK