N1 kaupir fjóra Ísey skyr bari

N1 hefur keypt rekstur á fjórum Ísey skyr börum.
N1 hefur keypt rekstur á fjórum Ísey skyr börum.

N1 hefur keypt rekstur Ísey skyr bar á þjónustustöðvum sínum, en það er á N1 á Ártúnshöfða, við Hringbraut, Borgartún og í Fossvogi. Þrír aðrir staðir sem hafa verið reknir undir merkjum Ísey skyr bar verða áfram í eigu Skyrboozt ehf., en það félag er seljandi staðanna til N1.

Í tilkynningu frá N1 kemur fram að félagið horfi til frekari þróunar og að bæta við vörum.

Eigandi vörumerkisins Ísey skyr bar er í eigu Ísey skyr bar ehf., en það félag er í eigu Mjólkursamsölunnar, Kaupfélags Skagfirðinga og ÍSAM. Sérleyfishafinn á Íslandi hefur hingað til verið Skyrboozt ehf., en það félag er meðal annars í eigu Kristins Sigurjónssonar og fleiri aðila. Hefur það félag hingað til rekið alla sjö skyrbari félagsins hér á landi.

Í samtali við mbl.is segir Kristinn að Skyrboozt ehf. muni áfram reka staðina þrjá sem eru staðsettir í verslunum Hagkaupa í Skeifunni, Smáralind og Kringlunni, en auk staðarins hjá N1 í Fossvogi eru það allt staðir sem hófu starfsemi á þessu ári.

Kristinn staðfestir jafnframt að með sölunni til N1 hafi N1 orðið sérleyfishafi fyrir Ísey skyr bar hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka