Vill stytta afgreiðslutíma skemmtistaða til 3 og 1

Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson rekur meðal annars Minigarðinn í Skútuvogi, sem …
Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson rekur meðal annars Minigarðinn í Skútuvogi, sem var opnaður fyrr í þessum mánuði.

Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, sem rekur veitingastaðina Barion í Mosfellsbæ og á Granda, sem og Hlöllabáta og Minigarðinn í Skútuvogi, sem var opnaður fyrr í þessum mánuði, vill stytta afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða.

„Það er hægt að bölsótast út í kórónuveiruna út af mörgu. En það sem er jákvætt við hana er þesssi breyting á skemmtanamenningunni hér á landi, þar sem við erum farin að fara fyrr út að skemmta okkur en áður,“ segir Sigmar í samtali við Morgunblaðið.

Þurfum að sæta færis

„Ég held að það sé ekki vitlaust fyrir okkur sem samfélag að sæta nú færis og stytta almennt afgreiðslutíma skemmtistaða. Þannig gætu leyfi sem gera ráð fyrir því að hægt sé að hafa opið til klukkan fimm um morguninn, færst til klukkan þrjú, og þau leyfi sem gera ráð fyrir að opið sé til klukkan þrjú, myndu gilda til klukkan eitt í staðinn,“ segir Sigmar.

Sigmar Vilhjálmsson.
Sigmar Vilhjálmsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samkomubann sem nú er í gildi á Íslandi vegna kórónuveirunnar nær meðal annars yfir veitinga- og skemmtistaði. Samkvæmt yfirliti yfir gildandi takmarkanir í samkomubanni, sem birt er á vefsíðunni covid.is, er veitingastöðum, skemmtistöðum, krám og spilasölum heimilt í dag að hafa opið til kl. 23.

Rýmkaðist árið 2001

Eins og Sigmar bendir á þá var skemmtistöðum leyft haustið 2001 að hafa opið lengur en til klukkan þrjú á nóttunni en með lengingunni fækkaði vandamálum í miðborginni sem urðu af mikilli hópamyndun á Lækjartorgi. Þar safnaðist fólk gjarnan saman eftir að stöðunum var lokað.

Allt viðtalið má lesa við Sigmar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK