Húrra Reykjavík opnar nýja verslun á morgun

Húrra Reykjavík færir alla starfsemi sína á morgun í nýtt …
Húrra Reykjavík færir alla starfsemi sína á morgun í nýtt húsnæði að Hverfisgötu 18A mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný og sameinuð fataverslun Húrra Reykjavík opnar á Hverfisgötu 18A á morgun. Munu þá karla- og kvennadeildir búðanna vera sameinaðar, en þær hafa verið á sitthvorum staðnum á Hverfisgötunni undanfarin ár. Undirbúningur opnunarinnar hefur staðið lengi yfir og fullyrðir eigandi verslunarinnar að nýja verslunin verði ein sú flottasta sinnar tegundar í Evrópu.

Húrra Reykjavík er ein vinsælasta fataverslun landsins, en Sindri stofnaði verslunina ásamt Jóni Davíð Davíðssyni árið 2014 og hafa viðskiptin blómstrað síðan.

Verið að gera allt klárt

Sindri Snær Jensson, annar eigenda fataverslunarinnar Húrra Reykjavík, mátti vart vera að því að tala við blaðamann þegar mbl.is heyrði í honum. Undirbúningur í aðdraganda opnunarinnar náði hámarki í dag.

„Ég get sagt þér það, að á morgun mun ein flottasta verslun sinnar tegundar í Evrópu opna á Hverfisgötunni.“

Sindri sagði að starfsmenn verslunarinnar, rafvirkjar, smiðir og margir fleiri væru að leggja lokahönd á undirbúning sem staðið hefur yfir í nokkra mánuði. Fólk yrði fram á nótt við að gera allt fullkomið fyrir opnunardaginn.

Heppin með nágranna

„Við leituðum lengi að hentugu húsnæði og fundum svo loks þetta húsnæði hérna að Hverfisgötu 18A. Við fórum þess á leit við þau sem ráku verslun hérna hvort þau voru tilbúin að flytja sig um set og úr varð að þau fluttu inn í glæsilegt hús hérna fyrir framan, Hverfisgötu 18. Við erum því heppin með nágranna."

Hönnunarvöruverslunin NORR11 var áður í því húsnæði sem Húrra Reykjavík flytur í núna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK