Eiður og Sesselía ráðin til Haga

Sesselía Birgisdóttir.
Sesselía Birgisdóttir.

Eiður Eiðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni Haga hf., en staðan er ný hjá Högum.

Eiður kemur til Haga frá VÍS þar sem hann var forstöðumaður stafrænna verkefna og hefur leitt þar stærstu stafrænu umbreytingarverkefni sem félagið hefur ráðist í, samkvæmt fréttatilkynningu frá Högum. 

Eiður Eiðsson.
Eiður Eiðsson.

Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur áralanga reynslu í upplýsingatækni og stafrænni þróun þar sem hann hefur komið að bæði grunnrekstri í upplýsingatækni og eins stafrænni umbreytingu fyrirtækja á síðustu árum.

Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum hf. Um er að ræða nýja stöðu innan fyrirtækisins. Sesselía mun einnig bera ábyrgð á vörumerkja- og samskiptamálum Haga á breiðum grunni. 

Sesselía hefur áralanga reynslu af stafrænum verkefnum og markaðsmálum. Hún kemur til Haga frá Póstinum þar sem hún var framkvæmdastjóri þjónustu og markaðar. Áður starfaði hún sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania. Sesselía er með tvær meistaragráður frá háskólanum í Lundi, annars vegar í stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingarmiðlun og breytingar og hins vegar í alþjóðamarkaðsfræði og vörumerkjastjórnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK