Góð viðbrögð við sumaráætlun

Áhugi er á sumaráætlun Icelandair.
Áhugi er á sumaráætlun Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Almennt finnum við að ferðavilji hefur aukist í kjölfar fyrstu frétta af bóluefnum. Þá finnum við einnig fyrir miklum áhuga á Íslandi sem áfangastað á mörkuðum okkar,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Vísar hún í máli sínu til sölu á flugmiðum félagsins fyrir næsta sumar. 

„Viðbrögð við sumaráætlun félagsins sem við kynntum í október hafa verið nokkuð góð og við finnum að fólk kann að meta þann sveigjanleika sem við bjóðum. Það er þó enn óvissa framundan enda talsverðar ferðatakmarkanir enn í gildi um allan heim sem hafa áhrif á ferðaplön.“

Óskar eftir meiri fyrirsjáanleika

Aðspurð segir hún að félagið muni fylgjast grannt með stöðu mála á landamærunum hér á landi. Þannig geti hlutirnir breyst hratt fari svo að landamærin verði opnuð á ný. „Nú sem fyrr erum við við öllu búin og höfum sveigjanleikann sem þarf til að bregðast við og auka flugið um leið og lífið kemst í eðlilegra horf,“ segir Ásdís. 

Að hennar sögn er mikilvægt að fá aukinn fyrirsjáanleika hvað skimanir varðar. Að öðrum kosti sé nær ómögulegt fyrir fólk að plana ferðalög hingað til lands. „Við þurfum að fá aukinn fyrirsjáanleika um hvernig fyrirkomulag skimana á landamærum hér á landi kemur til með að þróast til þess að spurn eftir flugi til og frá Íslandi taki við sér á ný.

Ásdís Ýr Pétursdóttir hjá Icelandair.
Ásdís Ýr Pétursdóttir hjá Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK