Sviptingar á hlutabréfamarkaði

AFP

Dow Jones-hlutabréfavísitalan setti nýtt met á Wall Street í dag en lokagildi hennar er 30.829,40 stig. Hækkun dagsins nam 1,4% en var mun meiri fyrr um daginn. Þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann myndi ekki koma í veg fyrir staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna hækkaði vísitalan umtalsvert en lækkaði þegar stuðningsmenn Donalds Trumps ruddust inn í þinghúsið.

Eins lækkuðu aðrar vísitölur skömmu eftir að ljóst var að það ríkti nánast stríðsástand í þinghúsinu í Washington. S&P 500 vísitalan hækkaði um 0,6% og Nasdaq um 0,6%.

Verð hlutabréfa í rafbílaframleiðandanum Tesla hækkuðu talsvert í dag og er markaðsvirði félagsins nú komið yfir 700 milljarða bandaríkjadala í fyrsta skipti. Það þýðir að fyrirtækið er meira virði en samanlagt virði General Motors, Ford, Toyota, Honda, Fiat Chrysler og Volkswagen. Tesla hækkaði um 2,8% í dag og er hver hlutur seldur á 755,98 dali þannig að markaðsvirðið í kvöld er 717 milljarðar dala.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK