Verð á blómum sé alltof hátt

FA segir háa stykkjatollar hvetjainnflytjendur til að flytja inn dýrari …
FA segir háa stykkjatollar hvetjainnflytjendur til að flytja inn dýrari vörur, sem geri blóm að lúxusvöru fremur en daglegri neysluvöru eins og þau séu í flestum nágrannalöndum Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Tollar á blóm á Íslandi eru gríðarlega háir og stuðla að alltof háu verði á blómum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda, en þar segir að félagið hafi sent fjármála- og atvinnuvegaráðuneytunum ítrekun á erindi sínu frá október 2019 um endurskoðun á tollaumhverfi blómaverslunar á Íslandi.

Ráðuneytin hafi hafið vinnu við endurskoðun blómatolla í framhaldi af erindinu í nóvember sama ár, safnað upplýsingum og kallað hagsmunaaðila á fundi. Í svari skattaskrifstofu fjármálaráðuneytisins til FA í júní á síðasta ári hafi verið boðað að vinnu lyki þann mánuðinn, en nýlega hafi borist þau svör að málið væri enn í vinnslu í báðum ráðuneytum.

Tollar á blóm á Íslandi eru gríðarlega háir og stuðla að alltof háu verði á blómum. Blómatollar samanstanda annars vegar af 30% verðtolli og hins vegar stykkjatolli sem leggst á hverja einustu plöntu, sama hvort um er að ræða pottablóm eða afskorin blóm. Þannig leggst á flest innflutt pottablóm 30% verðtollur og 200 króna stykkjatollur. Ef innflutningsverð pottaplöntu er 300 krónur ber hún 290 krónur í toll og innflutningsverðið tvöfaldast því sem næst. Á afskorin blóm leggst oftast 30% verðtollur og auk þess 95 króna stykkjatollur á hvert blóm. Tíu túlípana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, fær á sig 1.130 krónur í toll, þannig að innkaupsverðið hartnær þrefaldast.

Lúxusvara fremur en dagleg neysluvara

Þá hafi FA bent á fleiri staðreyndir vegna blómatolla, svo sem að þeir hafi orðið útundan þegar ákveðið hafi verið að fella niður tolla af öllum vörum öðrum en matvörum árin 2016 og 2017 og að rök um tollvernd fyrir innlenda framleiðendur í þágu fæðuöryggis eigi augljóslega ekki við um blóm, og að háir stykkjatollar hvetji innflytjendur til að flytja inn dýrari vörur, sem geri blóm að lúxusvöru fremur en daglegri neysluvöru eins og þau séu í flestum nágrannalöndum Íslands.

Þessar og fleiri röksemdir sem FA setur fram í tilkynningu sinni, sem lesa má í heild sinni á vef FA, eigi enn við og „hefðu að mati FA átt að gefa ráðuneytunum ærna ástæðu til að vinda bráðan bug að því að gera lagfæringar á þessu einkar ósanngjarna tollaumhverfi blómaverslunarinnar í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK