Viðar ráðinn framkvæmdastjóri Kaptio

Viðar Svansson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaptio.
Viðar Svansson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaptio. Ljósmynd/Aðsend

Viðar Svansson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaptio, en fyrirtækið sérhæfir sig í hugbúnaðargerð á sviði bókunar- og viðskiptatengsla fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Félagið, sem var stofnað árið 2012, er með höfuðstöðvar í Reykjavík og starfsemi meðal annars í Bretlandi og Kanada, en viðskiptavinir félagsins eru alþjóðleg fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Viðar hefur starfað við alþjóðlega hugbúnaðargerð síðastliðin 15 ár. Hann var einn af stofnendum Tempo og leiddi þróun hugbúnaðar félagsins sem framkvæmdastjóri tækni og vöru og nú síðast sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Viðar flutti nýverið til Íslands frá Montréal í Kanada þar sem hann bjó um árabil.

Viðar hefur einnig veitt íslenskri ferðaþjónustu ráðgjöf varðandi vefviðmótsgerð á árum áður, leiddi þróun á bókunarhugbúnaði Icelandair og var ábyrgur fyrir hugbúnaði tengdum Inspired By Iceland-herferð Íslandsstofu.

Viðar er með M.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Oxford-háskóla og B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Meðan á dvöl hans við Oxford-háskóla stóð sótti hann starfsnám hjá Google og stundaði nám í nýsköpunarfræðum við Saïd Business School.  

Kaptio var valið Vaxtarsproti ársins 2018 á Íslandi sem var viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Helstu hluthafar Kaptio eru Frumtak og Nýsköpunarsjóður auk stofnenda félagsins, Arnars Laufdal Ólafssonar og Ragnars Fjölnissonar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK