Gunnar Nelson tapaði

Bardagakappinn Gunnar Nelson á einkahlutafélagið Gunnar Nelson ehf.
Bardagakappinn Gunnar Nelson á einkahlutafélagið Gunnar Nelson ehf. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einkahlutafélagið Gunnar Nelson ehf. tapaði 92.951 krónu í fyrra en hagnaður félagsins hafði numið 7.414.688 krónum árið 2019. Félagið er að fullu í eigu íþróttamannsins Gunnars Nelson og er tilgangur félagsins skilgreindur sem: „Þjálfun og keppni íþróttamanna, sala á íþróttavörum og tengdum vörum, heildsala, smásala, rekstur fasteigna og lánastarfsemi.“

Tekjur félagsins í fyrra voru aðeins 31.965 krónur og drógust saman um 24,8 milljónir frá árinu 2019.

Rekstrargjöld drógust sömuleiðis gríðarlega saman. Námu 18.550 krónum í fyrra en höfðu verið 15,5 milljónir ári fyrr.

Í árslok í fyrra stóð eigið fé Gunnars Nelson ehf. í tæpum 7 milljónum og hafði lækkað um 1,8 milljónir króna í árslok 2019.

Skuldir félagsins drógust verulega saman milli ára. Viðskiptaskuldir voru engar í árslok 2020 en höfðu numið 6,3 milljónum ári fyrr. Skammtímaskuldir lækkuðu einnig mikið. Námu 44.925 krónum en höfðu staðið í 2,1 milljón í árslok 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK