Upptaka: Ársfundur Landsvirkjunar

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar í Reykjavík. mbl.is/Jón Pétur

Ársfundur Landsvirkjunar fer fram í dag kl. 14 í streymi. Þann dag kemur ársskýrsla einnig út sem og loftslagsbókhald og sjálfbærniskýrsla. Hægt er að sjá upptöku frá fundinum í fréttinni. 

Ávörp:

  • Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
  • Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður

Erindi:

  • Hörður Arnarson forstjóri: Nýir tímar, ný stefna, ný tækifæri
  • Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri: Sjálfbært og grænt samfélag
  • Tinna Traustadóttir framkvæmdastjóri: Nýting auðlindar í þágu þjóðar
  • Ríkarður Ríkarðsson framkvæmdastjóri: Orkuskipti og orkusjálfstæði
  • Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri: Forysta í loftslagsmálum

„Eftirspurn eftir endurnýjanlegri, grænni orku eykst sífellt. Orkuskipti heimsins á næstu áratugum eru gríðarstórt verkefni. Ísland hefur einsett sér að vera laust við jarðefnaeldsneyti árið 2050 og vera í fararbroddi í loftslagsmálum. Í því felast margar áskoranir í orkuvinnslu, en líka fjölmörg tækifæri til uppbyggingar á nýjum iðnaði.

Orkufyrirtæki þjóðarinnar verður leiðandi í þessum umskiptum og byggir þar á sterkum grunni reynslu og þekkingar,“ segir á vef Landsvirkjunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK