Veikingarskeiði krónu að ljúka

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gengi krónunnar tók snarpa dýfu við upphaf kórónuveirufaraldursins í mars í fyrra. Hún styrktist síðan þegar bera fór á bjartsýni um opnun landamæranna vegna fárra smita. Eftir lokun landamæranna í ágúst veiktist krónan enn frekar og hóf Seðlabankinn þá að selja gjaldeyri til að varna frekari gengisveikingu.

Undanfarið hefur gengið styrkst og nálgast gengisvísitalan sín lægstu gildi í faraldrinum en lægri vísitala þýðir sterkari krónu.

mbl.is/Seðlabanki Íslands

Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir útflæði gjaldeyris hjá erlendum fjárfestum vegna sölu hlutabréfa og ríkisbréfa hafa átt mikinn þátt í að þrýsta niður genginu. Dregið hafi úr þeim þrýstingi samhliða reglubundinni sölu Seðlabankans á gjaldeyri. Þá hafi fréttir af bólusetningu erlendis aukið bjartsýni í ferðaþjónustu og loðnuvertíð verið umfram væntingar.

„Allt þetta hjálpar til. Hvað skýrir hreyfingarnar á genginu síðustu daga er hins vegar erfitt að segja. Krónan styrktist meira undir lok síðasta árs en við áttum von á og sömuleiðis það sem af er þessu ári. Við eigum frekar von á að hún verði stöðug eða styrkist frekar eftir því sem líður á árið,“ segir Daníel um horfurnar í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK