Frönsk kampavínshús mótmæla rússneskri löggjöf

Rússneskt „kampavín“.
Rússneskt „kampavín“. AFP

Kampavínshús í Frakklandi lögðu í dag fram beiðni um diplómatíska aðstoð vegna nýrra rússneskra laga sem takmarka notkun orðsins kampavín við freyðivín framleidd af rússneskum vínframleiðendum. Lögin hafa þegar tafið útflutning stærsta kampavínsframleiðenda heims, Moet Hennessy. 

Franskir kampavínsframleiðendur njóta góðs af svokallaðri AOC (e. Controlled Appellation of Origin) reglugerð sem takmarkar merkingu kampavína við vörur frá frönskum framleiðendum meðal aðila að Lissabon-sáttmálanum um auðkennandi landfræðileg merki. 

Rússland er ekki aðili að sáttmálanum og síðasta föstudag skrifaði Vladimír Pútín Rússlandsforseti undir lögin sem banna notkun rússneskrar þýðingar á kampavíni, „Shampanskoe“ á innfluttum flöskum. 

Franskir framleiðendur munu áfram geta merkt flöskur sínar á frönsku en þurfa jafnframt að merkja þær með orðinu freyðivín á rússnesku.

Franskir kampavínsframleiðendur segja lögin vera „hneyksli“ sem geri lítið úr 20 ára viðræðum milli Evrópusambandsins og Rússlands um AOC. Kampavínsnefndin, sem samanstendur af vínberjabændum og framleiðendum í Champagne-héraði í norðausturhluta Frakklands, lagði í dag fram beiðni um diplómatíska aðstoð franskra stjórnvalda og Evrópusambandsins vegna laganna. 

Moet Hennessy, sem er í eigu lúxusvöruveldisins LVMH, tilkynnti í gær að fyrirtækið muni fara eftir lögunum og hefja að nýju útflutning til Rússlands á vörum sínum, meðal annars á Dom Perignon, Moet & Chandon og Veuve Clicquot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK