Það fer mikil orka í að ráða við vöxtinn

Boozt notar 10% af veltunni í markaðssetningu.
Boozt notar 10% af veltunni í markaðssetningu. Kristinn Magnússon

Hermann Haraldsson forstjóri Boozt segir í samtali við ViðskiptaMoggann að viðtökur Íslendinga við versluninni hafi verið framar vonum. „Við höfum lengi talað um að opna á Íslandi. Við erum tveir Íslendingarnir sem komum að stjórn fyrirtækisins, ég og Jón Björnsson forstjóri Origo sem situr í stjórn Boozt, og nú er loksins komið að því,“ segir Hermann.

Hann segir að opnunin hafi tafist vegna þess að Ísland sé ekkert ofsalega stór markaður, eins og Hermann orðar það, og aðrir markaðir hafi haft forgang hingað til. Verslunin er stærsta netverslun á Norðurlöndunum að sögn Hermanns, en hann tók þátt í stofnun fyrirtækisins fyrir ellefu árum. Fyrirtækið er skráð á markað í Svíþjóð og er markaðsvirðið tæpir ellefu milljarðar sænskra króna, jafnvirði 148 milljarða íslenskra króna. Hermann segir að áætluð velta á þessu ári sé 5,5 milljarðar sænskra króna, jafnvirði 80 milljarða íslenskra króna.

„Ísland vill gleymast því það er dálítið langt í burtu, sem er ósanngjarn því fólk áttar sig ekki á því hvað kaupmáttur er mikill í landinu. Fólk vanmetur það.“

Hermann Haraldsson forstjóri Boozt.
Hermann Haraldsson forstjóri Boozt.

Pirrandi persónulega

Breska netverslunin ASOS hefur verið vinsæl hér á landi á síðustu árum og eins og kom fram í Morgunblaðinu um helgina komu rúmlega 70 þúsund sendingar frá ASOS til Íslands á síðasta ári.

„Við vorum meðvituð um velgengni ASOS hér á landi, en ástæðan fyrir innkomu okkar á markaðinn núna var meira sú að það var pirrandi fyrir mig persónulega sem Íslending að aðrir væru að fara til Íslands en ekki við.“

Hermann segir að viðtökur hafi verið góðar og vel hafi verið tekið á móti versluninni. „Það eru margir að koma inn og skoða á hverjum degi. Öll stórfjölskylda mín býr á Íslandi og þau láta mig vita að þau séu reglulega að hitta fólk sem hefur verið að prófa Boozt í fyrsta skipti. Fólk áttar sig fljótt á hvað það er auðvelt að versla hjá okkur og úrvalið er mikið. Það er líka auðvelt að skila vörum ef þess þarf.“

Svo tekið sé annað dæmi af innreið ASOS á markaðinn, þá hefur sú verslun spurst vel út en ekki verið eins áberandi í auglýsingum og Boozt hefur verið á fyrstu vikunum á markaðnum. „Við erum vön því að fara af stað með markaðsherferð á nýjum mörkuðum, í stað þess að treysta bara á að verslunin spyrjist út. Þetta er náttúrulega leiðin fyrir okkur. Það er mjög stórt atriði að kynna vörumerkið til sögunnar. Ef enginn þekkir þig þá er ekki líklegt að fólk komi að versla.“

Lestu ítarlegra viðtal við Hermann í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK