Hundraða milljóna sala stjórnenda Kviku

Stjórnendur seldu bréf í dag og nýttu áskriftarréttindi til kaupa …
Stjórnendur seldu bréf í dag og nýttu áskriftarréttindi til kaupa á nýjum bréfum.

Stjórnendur Kviku banka hf. hafa í dag selt hlutabréf fyrir hundruð milljóna króna í bankanum, en bankinn birti uppgjör sitt fyrir fyrri árshelming í morgun. 

Baldur Stefánsson forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar, Marinó Örn Tryggvason forstjóri og Ragnar Páll Dyer framkvæmdastjóri fjármálasviðs seldu allir fjórar milljónir hluta á genginu 23,5 kr. á hlut, eða hver fyrir 94 milljónir króna. 

Baldur Stefánsson.
Baldur Stefánsson.
Marinó Örn Tryggvason.
Marinó Örn Tryggvason.
Ragnar Páll Dyer.
Ragnar Páll Dyer.

Sigurður Viðarsson forstjóri TM trygginga seldi þrjár milljónir hluta á sama gengi, fyrir 70,5 milljónir króna.

Sigurður Viðarsson.
Sigurður Viðarsson. mbl.is/Hari

Lilja Rut Jensen yfirlögfræðingur bankans seldi tvær milljónir hluta á sama gengi, að andvirði 47 milljóna króna. 

Lilja Rut Jensen.
Lilja Rut Jensen.

Óskar B. Hauksson framkvæmdastjóri fjámála- og rekstrarsviðs TM trygginga seldi eina milljón hluta á sama gengi fyrir 23,5 milljónir króna.

Óskar B. Hauksson.
Óskar B. Hauksson.

Samtals nemur sala stjórnendanna 423 milljónum króna. 

Keyptu á mun lægra gengi

Stjórnendur fyrirtækisins nýttu sér einnig áskriftarréttindi til kaupa á bréfum í félaginu. Þannig keypti Ármann Harri Þorvaldsson aðstoðarforstjóri Kviku fimm milljónir hluta á genginu 7,16 en hann á rúmlega fimm milljónir hluta í bankanum eftir kaupin. Hann á sömuleiðis áskriftarréttindi að öðrum 9,6 milljón hlutum. Markaðsvirði hlutanna sem keyptir voru í dag á 35,8 milljónir króna, er 116,5 milljónir króna, miðað við lokagengi Kviku í Kauphöll Íslands -  23,3 krónur á hvern hlut.

Ármann Harri Þorvaldsson.
Ármann Harri Þorvaldsson. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Baldur Stefánsson keypti 2,5 milljónir hluta á sama gengi en hann á 2,7 milljónir hluta í bankanum eftir kaupin. Markaðsvirði hlutanna sem Baldur keypti í morgun er ríflega 58 milljónir króna.

Hannes Frímann Hrólfsson framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar hf. keypti fjórar milljónir hluta á sama gengi, en eftir kaupin á hann rúmlega fjórar milljónir hluta í bankanum og áskriftarréttindi að öðrum níu milljón hlutum. Markaðsvirði hlutanna sem keyptir voru í morgun er 93,2 milljónir króna.

Hannes Frímann Hrólfsson.
Hannes Frímann Hrólfsson. Árni Sæberg

Lilja Rut keypti 1,3 milljónir hluta á sama gengi en hún á rúmlega 1,4 milljónir hluta eftir viðskiptin. Markaðsvirði hinna keyptu hluta er ríflega 30 milljónir króna.

Marinó Örn nýtti einnig áskriftarréttindi og keypti ríflega 3,3 milljónir hluta á genginu 7,16 og á eftir viðskiptin rúmlega 3,4 milljónir hluta. Hann á einnig áskriftarréttindi að rúmlega 7,3 milljónum hluta. Markaðsvirði hlutanna sem Marinó keypti er tæplega 78 milljónir króna.

Ólöf Jónsdóttir framkvæmdastjóri rekstrar og þróunar keypti einnig hluti í bankanum í dag. Hún nýtti áskriftarréttindi sín til að kaupa 1,3 milljónir hluta og á eftir kaupin rétt á kaupum á 2,5 milljón hlutum til viðbótar.  Markaðsvirði hinna nýkeyptu hluta er um 30 milljónir króna.

Ólöf Jónsdóttir.
Ólöf Jónsdóttir.

Ragnar Páll nýtti sér sömuleiðis áskriftarréttindi sín og keypti 2,5 milljónir hluta á sama gengi og hinir stjórnendurnir. Markaðsvirði hinna nýju hluta er ríflega 58 milljónir króna.

Eftir viðskiptin á Ragnar rétt á kaupum á 6,5 milljón hlutum til viðbótar.

Gengið lækkaði í dag

Gengi bréfa fyrirtækisins í Kauphöll Íslands lækkaði um 2,1% í dag í tæplega 1,7 milljarðs króna viðskiptum. Lokagengið er, eins og fram kom hér að ofan, 23,3 krónur hver hlutur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK