Jóhann Óskar ráðinn yfirflugstjóri Play

Jóhann Óskar Bergþóruson segir Play opnar leiðir út í heim.
Jóhann Óskar Bergþóruson segir Play opnar leiðir út í heim. Ljósmynd/Aðsend

Play tilkynnti í dag að félagið hefði ráðið Jóhann Óskar Bergþóruson sem yfirflugstjóra félagsins. Jóhann hefur 18 ára reynslu úr fluggeiranum og meðal annars starfað hjá Air Atlanta, Wow air og Icelandair.

„Það er frábært að fá Jóhann í stjórnendateymi flugdeildar PLAY. Hann hefur víðtæka reynslu og það mun án efa koma að góðum notum að fá innsýn hans og þekkingu inn í okkar vinnu,“ er haft eftir Finnboga Karli Bjarnasyni flugrekstrarstjóra félagsins í tilkynningu. 

Jóhann segir þar að honum líðið eins og hann sé kominn aftur heim eftir að hafa unnið erlendis um nokkurra ára skeið. Hann segir skemmtilegar áskoranir framundan í uppbyggingu Play á nýjum mörkuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK