Fleiri vilja læra á bifhjól

Ökukennarar fengu undanþágu til að kenna á bifhjól í faraldrinum.
Ökukennarar fengu undanþágu til að kenna á bifhjól í faraldrinum.

„Aðsókn í kennslu hjá mér hefur aukist um svona 10-15% frá því faraldurinn hófst, sem er marktækur munur miðað við aðsóknina fyrir faraldurinn,“ segir Njáll Gunnlaugsson, ökukennari og bílablaðamaður, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Skýringin á aukinni eftirspurn liggur í augum uppi, segir Njáll inntur eftir því.

„Fólk leitar alltaf að einhverju skemmtilegu til að gera og þegar menn komast ekki til útlanda eins og í faraldrinum, þá finna þeir sér bara eitthvað annað að gera.“

Þegar sóttvarnaaðgerðir yfirvalda voru hvað harðastar hér á landi var öll verkleg ökukennsla felld niður. Ökukennarar fengu þó undanþágu til að halda bifhjólakennslu áfram, að sögn Njáls.

„Það var eitt af því sem enn var hægt að gera í faraldrinum því það er auðvelt að virða fjarlægðartakmörk á bifhjólum, kennslan fer fram úti undir beru lofti og svo framvegis.“

Í faraldrinum hafi þó myndast flöskuháls við bókleg próf í bifhjólakennslu, að sögn Njáls.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK