Jökla seldist upp í sumar

Pétur Pétursson með flösku af rjómalíkjörnum Jöklu ásamt íslenskum kúm
Pétur Pétursson með flösku af rjómalíkjörnum Jöklu ásamt íslenskum kúm

Fyrsta framleiðsla rjómalíkjörsins Jöklu, sem kom á markaðinn í maí sl., seldist upp í sumar en von er á nýrri framleiðslu innan skamms. Tappað var á þrjú þúsund flöskur í vor að sögn Péturs Péturssonar, framkvæmdastjóra hjá Jöklavin ehf. sem framleiðir drykkinn.

Jöklavin fékk á dögunum tólf milljóna króna styrk frá Matvælasjóði til að markaðssetja vínið. Pétur segir að styrkurinn komi sér sérstaklega vel og nýtist til að kynna vöruna hér á landi, hvort sem er á samfélagsmiðlum eða fyrir aðilum í ferðaþjónustunni.

Heitir og kaldir drykkir

Pétur segir að félagið vilji þróa uppskriftir, bæði heita og kalda drykki og fá matreiðslumenn og þjóna til samstarfs. „Styrkurinn verður fljótur að fara því möguleikarnir eru margir.“

Beðið er eftir fleiri flöskum til að tappa á. „Það hefur verið vandamál að fá flöskur í faraldrinum. En við eigum von á sendingu í næstu viku. Þá verður fjör í átöppun. Við verðum tilbúin með nóg fyrir jólin.“

Þróun Jöklu hefur tekið fjórtán ár að sögn Péturs. „Íslenska mjólkin er góð og hún á skilið að vera notuð meira,“ segir Pétur.

Jökla er enn sem komið er aðeins á íslenskum markaði en sendiráð Íslands hafa boðist til að liðsinna Jöklavin við að komast á sýningar meðal annars og nálgast dreifingaraðila erlendis. „Markaðir eru að opnast núna eftir faraldurinn og fyrst styrkurinn er kominn í hús er tímabært að kynna drykkinn fyrir utan landsteinana.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka