Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn svartsýnni vegna stríðs

Merki alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Merki alþjóðagjaldeyrissjóðsins. AFP/Olivier Douliery

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AFS) hefur lækkað hagvaxtarspá sína á evrusvæðinu úr 3,9 prósentum niður í 2,8 prósent.

Stríðið í Úkraínu vegur þungt á efnahagssvæðinu sem hefur nú þegar séð miklar hækkanir á orku og í framleiðslugeiranum.

Stríðið hefur haft meiri efnahagsáhrif á sum lönd eins og Ítalíu og Þýskaland heldur en önnur innan Evrópusambandsins því þau eru: „tiltölulega stór framleiðslusvæði sem eru háðari orkuinnflutningi frá Rússlandi,“ samkvæmt AGS.

Met hækkun neysluverðs

Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar hefur neysluverð á evrusvæðinu hækkað um 7,5%, sem er met.

Evrópska efnahagssvæðið hafði þegar fundið fyrir minnkandi hagvexti vegna kórónuveirufaraldursins en var nýfarinn að rétta úr kútnum þegar stríðið braust út. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK