Biden og Harris birta skattframtölin

Joe Biden Bandaríkjaforseti ásamt Kamölu Harris varaforseta.
Joe Biden Bandaríkjaforseti ásamt Kamölu Harris varaforseta. AFP/Mandel Ngan

Hvíta húsið hefur birt skattframtalsupplýsingar Joes Bidens Bandaríkjaforseta, Kamölu Harris varaforseta og maka þeirra.

Voru samanlagðar tekur Joes og Jill Biden 610.702 dalir á síðasta ári. Árslaun Bandaríkjaforseta eru 400.000 dalir en Joe Biden fékk ögn lægri upphæð í laun á síðasta ári, eða rúmlega 378.000 dali, þar eð hann tók við embætti hinn 20. janúar. Jill Biden var með ríflega 67.000 dali í tekjur af kennslustörfum sínum við Northern Virginia Community College þar sem hún kennir ensku og ritlist. Að auki töldu forsetahjónin fram rúmlega 57.000 dala tekjur í formi lífeyrisgreiðslna og nærri 55.000 dala greiðslu frá almannatryggingum. Aðrar tekjur hjónanna voru tæpir 62.000 dalir frá tveimur félögum sem þau stofnuðu í lok forsetatíðar Baracks Obama til að halda utan um ræðu- og ritlaun sín.

Samtals greiddu forsetahjónin 150.439 dali í alríkisskatt, eða um 24,6% af tekjum sínum, og að auki greiddu þau 30,765 dala tekjuskatt til Delaware þar sem þau hafa heimilisfesti.

Gaf út bók og seldi íbúð

Kamala Harris varaforseti og eiginmaður hennar Douglas Emhoff höfðu samtals 1,65 milljónir dala í tekjur. Þar af voru rúmlega 215.000 dalir laun Harris fyrir störf hennar sem varaforseti en hún hagnaðist að auki um nærri 453.000 dali á síðasta skattaári fyrir ritstörf sín. Þá töldu hjónin fram 319.000 dala tekjur vegna sölu íbúðar í San Francisco.

Fyrir kennslustörf við lagadeild Georgetownháskóla fékk Emhoff tæpa 165.000 dali og fyrir störf sín hjá tveimur lögfræðistofum þáði hann samanlagt ríflega 582.000 dali, en hann hætti lögmennsku eftir að Harris varð varaforseti. Námu skattgreiðslur hjónanna 31,6% af tekjum þeirra. ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK