Spöruðu sér um fimmtíu ferðir flutningabíla

Timbrið er flutt inn frá Lettlandi.
Timbrið er flutt inn frá Lettlandi. Ljósmynd/BYKO

BYKO flutti í síðustu viku inn timbur beint frá framleiðanda í Lettlandi og var siglt beint til Akureyrar í stað þess að koma við í Reykjavík. 

Farmurinn var umfangsmikill – 2.600 rúmmetrar af pallaefni, burðarvið, byggingartimbri og plötum – en hann á að mæta spurn eftir byggingaefni á Norðurlandi þar sem talsvert er um framkvæmdir.

Í tilkynningu frá BYKO segir að með þessari nýbreytni sparist sigling meðfram suðurlandinu til Reykjavíkur og akstur flutningabíla þaðan norður í land. Um 50 ferðir flutningabíla hefði þurft til að flytja farminn norður og hefðu þeir þá ekið samanlagt um 19.400 kílómetra aðra leiðina

„Þessi tilhögun er liður í því verkefni sem kallast „Vistvænt BYKO“ og snýst um að kappkosta umhverfisvænar áherslur fyrirtækisins og lágmarka bæði kolefnisspor BYKO og birgja þess,“ segir meðal annars í tilkynningu. 

„Helstu birgjar BYKO í timbri eru með FSC-rekjanleikavottun þannig að hægt er að rekja timbrið til sjálfbærrar skógræktar einstakra framleiðenda. Það liggur því beint við í framhaldinu að reyna að halda flutningnum á timbrinu eins sjálfbærum og hægt er,“ er jafnframt haft eftir Berglindi Ósk Ólafsdóttur, sérfræðingi í sjálfbærni, hjá BYKO.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK