Gunnar ráðinn forstjóri Opinna kerfa

Gunnar Zoega, forstjóri Opinna kerfa.
Gunnar Zoega, forstjóri Opinna kerfa. Ljósmynd/Aðsend

Gunnar Zoëga hefur verið ráðinn nýr forstjóri Opinna kerfa.

„Stjórn Opinna Kerfa, sem nýlega sameinaðist við PREMIS, hefur komist að samkomulagi við Gunnar Zoëga um að hann verði næsti forstjóri félagsins,“ segir í tilkynningu. 

Hann er menntaður tölvunar- og viðskiptafræðingur frá University of South Carolina og starfaði áður hjá Origo frá árinu 2011. Meðal annars var hann framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, framkvæmdastjóri lausna og þjónustu, og síðast framkvæmdastjóri notendalausna.

Nýja stjórn Opinna Kerfa skipa Kári Þór Guðjónsson (stjórnarformaður), Sigríður Olgeirsdóttir og Trausti Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK