Kaupa gamla sendiráð Bandaríkjanna

Bandaríska sendiráðið var með starfsemi við Laufásveg áður en það …
Bandaríska sendiráðið var með starfsemi við Laufásveg áður en það flutti við Engateig. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Sala á gamla sendiráði og sendiráðsbústað Bandaríkjanna við Laufásveg 19-23 og Þingholtsstræti 34 til félagsins Laxamýri ehf. er á lokametrunum. Nýir eigendur vilja kanna hvort leyfi fáist til að breyta húsnæðinu í íbúðir.

Greint er frá málinu í Viðskiptablaðinu í dag en ásett verð var 720 milljónir króna.

Félagið Laxamýri ehf. er í eigu Hjalta Gylfasonar og Jónasar Más Gunnarssonar. Þeir reka einnig verktaka- og fasteignaþróunarfélagið Mannverk.

Laxamýri sendi Reykjavíkurborg bréf í mars og óskaði eftir samstarfi við skipulagssvið vegna þess að félagið hefur áhuga á að breyta notkun úr skrifstofu í íbúðarhúsnæði; í samræmi við upprunalega notkun þess.

Hins vegar er ekki til deiliskipulag um svæðið og því var óskað eftir samstarfi við borgaryfirvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK