Jákvæð niðurstaða með lyfjahliðstæðu Alvotech

Höfuðstöðvar Alvotech í Vatnsmýri.
Höfuðstöðvar Alvotech í Vatnsmýri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jákvæð niðurstaða hefði fengist úr klínískri rannsókn á sjúklingum með AVT04, líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara, sem er þróað og framleitt af Alvotech.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alvotech, en félagið er samkvæmt henni aðeins eitt tveggja fyrirtækja sem tilkynnt hafa jákvæða niðurstöðu úr klínískri rannsókn á líftæknilyfjahliðstæðu Stelara. Teva Pharmaceuticals, bandarískt dótturfyrirtæki Teva Pharmaceutical Industries Ltd. er samstarfsaðili Alvotech við markaðssetningu AVT04 í Bandaríkjunum. STADA er samstarfsaðili Alvotech við markaðssetningu AVT04 í Evrópu.

Þá kemur fram að á síðasta ári voru áætlaðar tekjur af sölu Stelara nærri 1.200 milljarðar króna (um níu milljarðar Bandaríkjadala) og var það því eitt af mest seldu líftæknilyfjum heims. Lyfið er ætlað til meðferðar við ónæmismiðluðum sjúkdómum, svo sem psoriasis liðagigt, skellupsoriasis, Crohns sjúkdómnum og sáraristilbólgu.

Klíníska rannsóknin fólst í tvíblindri, slembiraðaðri meðferðarprófun á sjúklingum og fór fram í fjórum Evrópuríkjum. Henni var ætlað að sýna sambærilega klíníska virkni, öryggi og ónæmingarverkun fyrir AVT04 og samanburðarlyfið Stelara í sjúklingum með miðlungsmikinn og verulegan psoriasis. Fram kemur í tilkynningunni að aðalendapunktur rannsóknarinnar var uppfylltur og sýna niðurstöðurnar jafngilda klíníska virkni líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech og Stelara. Þá kom ekki fram neinn klínískt mikilvægur munur á öryggi til og með 28. viku prófana.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK