Lego yfirgefur Rússland

Lego hefur sagt skilið við Rússland.
Lego hefur sagt skilið við Rússland. AFP/Johannes Eisele

Stærsti leikfangaframleiðandi heims, Lego frá Danmörku, hefur ákveðið að hætta allri starfsemi í Rússlandi. Þar með missir fjöldi starfsfólks vinnuna sína, auk þess sem samstarf Lego við fyrirtæki sem starfrækir 81 verslun í Rússlandi er á enda runnið.

Talsmaður Lego sagði fyrirtækið hafa ákveðið að „hætta starfsemi í Rússlandi um óákveðinn tíma vegna tíðra og mikilla truflana í kringum starfsemina".

Þar með verður flestum sem starfa fyrir fyrirtækið í Moskvu sagt upp og samstarf hættir við fyrirtækið Inventive Retail Group „sem starfrækir 81 verslun fyrir hönd fyrirtækisins", bætti talsmaðurinn við.

Lego bætist þar með í hóp fjölda vestrænna fyrirtækja sem hafa sagt skilið við Rússland í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK